Veitingastaðir á Íslandi
Veitingastaðir eiga að vera með skriflega lýsingu ef matvörur innihalda ofnæmisvalda.
Þar á meðal ofnæmisvalda í mat sem inniheldur glúten: hveiti, rúgur bygg, hafrar, spelt, taumhveiti (kamut)/ egypskt hveiti).
Því miður eru margir veitingastaðir ekki með þessar upplýsingar á hreinu, einnig getur oft breyst hjá birgjum hvaða vörur eru notaðar hjá veitingastöðum. Þá geta t.d verið franskar kartöflur til einn daginn sem innihalda ekki hveiti en í næstu viku gæti önnur tegund verið pöntuð inn sem inniheldur hveiti.
Góða regla er að spurja um ofnæmisbók þegar heimsótt er veitingastaði. Þessi bók er yfirleitt nálægt kassanum og á að segja til um allt skilgreint ofnæmi í mat. Ef að veitingastaðir eru ekki með slíka bók, þá er gott að ná tali við yfirmann og spurja útí matseðilinn. Starfsfólk áttar sig oft ekki á því að glúten getur leynst í sósum, aðkeyptum kryddum, og að bygg leynist í mörgum vörum sem bragðbætir. Einnig eru ekki faglærðir kokkar sem vinna á veitingastöðum og þekkja ekki nógu vel til glúteins í mat.
Á Glútenlaust á Íslandi facebook síðan ræðir oft rætt um veitingastaði sem eru hverju sinni álitnir góðir þegar kemur að því að þjónusta fólk sem þarf að borða glútenlausa fæði. Ekki er selíak vottaður veitingastaður á Íslandi enn sem komið er.
