Eftir greiningu
Eftir greiningu er mikilvægt að taka glúten alveg út úr fæðunni og komast hjá krossmengun til að gefa líkamanum svigrúm til að ná bata.
Einkennin ganga til baka
Flest einkenni sjúkdómsins ganga til baka þegar glúten er tekið úr fæðunni. Það er misjafnt hve fljótt selíaksjúklingar sjá bata. Líkaminn getur tekið marga mánuði að lagfæra skemmdir sem selíak hefur valdið svo það er mikilvægt að sýna þolinmæði. Greinanlegur munur á heilsu ætti að koma fram innan fárra mánaða og halda áfram að batna næsta árið. Séu engar breytingar á líðan og heilsu eftir 6 mánuði er ástæða til að ráðfæra sig við lækni.
Mun ég geta borðað uppáhalds matinn minn aftur?
Ótti við að þurfa að kveðja alla uppáhaldsréttina er eðlilegur en flest matvæli eru náttúrulega glútenlaus og langflestar uppskriftir er hægt að útbúa glútenlausar. Hér á síðunni geturðu fundið bæði greinar og uppskriftir sem hjálpa þér af stað.
Skoðaðu uppskriftir hér á síðunni.
Glútenlausar og gagnlegar uppskriftasíður
Loopy Whisk, The very Hungry Coeliac má nefna sem dæmi.
Samfélagið á Íslandi
Þú ert ekki ein/n. Það er fjöldinn allur af fólki með selíak og á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum um heim allan og óteljandi hópar og síður á samfélagsmiðlum tileinkaðar sjúkdómnum. Hér er facebooksíðan okkar þar sem ýmislegt nytsamlegt um selíak birtist.
Hlekkur á facebook síðu samtakana
Næring
Glútenlausu mataræði hættir til að vera einhæft og skorta ákveðin næringarefni vegna þess hve lítið er um kornvörur. Tilbúin glútenlausar matvörur eiga það til að vera næringarsnauðar, trefjalitlar og með tiltölulega miklum sykri. Mikilvægt er að fylgjast með mataræðinu og gæta þess að líkaminn fái öll nauðsynleg næringarefni.
