Mannamót með selíak
Selíak getur verið félagslega íþyngjandi sjúkdómur þar sem stærsti hluti mannamóta snýst um mat. Það er því mikilvægt að nálgast þau vandlega, ekki bara til að forðast glúten og krossmengun og þar með veikindi, heldur til að þau valdi gleði eins og þau eiga að gera en ekki vanlíðan og stressi.
Matur er ekki bara mannsins megin, hann er undirstaða í stórum hluta mannlegra samskipta. Matarboð, kaffihúsaheimsóknir, svo ekki sé talað um veislur. Íslensk veisluborð svigna og oftar en ekki af mat sem inniheldur glúten, með tilheyrandi vandamálum fyrir fólk með selíak. Það þarf þó ekki að vera fyrirstaða, með réttum undirbúningi er hægt að njóta samverunnar og matar á öruggan máta.
Veitingastaðir
Það er gott að vera búin að hafa samband við veitingastað áður en þangað er haldið til að fullvissa sig um að kokkarnir treysti sér til að aðlaga seðilinn sé þess þörf og get tekið sér tíma og pláss til að passa upp á krossmengun. Það er gott að það sé líka skráð í borðapöntunina að það sé manneskja með selíak í hópnum, þá vita þjónarnir líka af því. Sé umræðan um krossmengun og fæðuofnæmi eitthvað sem þykir óþægilegt að eiga fyrir framan vinahópinn er hægt að mæta nokkrum mínútum fyrr og afgreiða hana áður en restin af hópnum kemur.
Veitingastaðir eiga að vera með skriflega lýsingu ef matvörur innihalda ofnæmisvalda.
Þar á meðal ofnæmisvalda í mat sem inniheldur glúten: hveiti, rúgur bygg, hafrar, spelt, taumhveiti (kamut)/ egypskt hveiti).
Því miður eru margir veitingastaðir ekki með þessar upplýsingar á hreinu, einnig getur oft breyst hjá byrgjum hvaða vörur eru notaðar hjá veitingastöðum. Þá geta t.d verið franskar kartöflur til einn daginn sem innihalda ekki hveiti en í næstu viku gæti önnur tegund verið pöntuð inn sem inniheldur hveiti. Þess vegna er gott að spurja líka þegar komið er á staðinn þó að hafi verið hringt áður.
Góða regla er að spurja um ofnæmisbók þegar heimsótt er veitingastaði. Þessi bók er yfirleitt nálægt kassanum og á að segja til um öll ofnæmi í mat. Ef að veitingastaðir eru ekki með slíka bók, þá er gott að ná tali við yfirmann og spurja útí matseðilinn. Starfsfólk áttar sig oft ekki á því að glúten getur leynst í sósum, aðkeyptum kryddum, og að bygg leynist í mörgum vörum sem bragðbætir. Einnig er oft ekki faglærðir kokkar sem vinna á veitingastöðum og þekkja ekki nógu vel til glúteins í mat.
Á facebook síðu Selíaksamtakanna er oft rætt um veitingastaði sem eru hverju sinni álitnir góðir þegar kemur að því að þjónusta fólk sem þarf að borða glútenlausa fæði. Ekki hefur verið selíak vottaður veitingastaður á Íslandi enn sem komið er.
Heimsóknir
Glúten leynist víða og fáir óvanir þekkja alla titla þess í innihaldslýsingum, svo ekki sé talað um að átta sig á krossmengun. Það er tvennt í stöðunni, gefa þeim sem eldar ítarlegar leiðbeiningar eða taka með nesti. [Hér] er að finna leiðbeiningar um meðhöndlun á glútenlausu fæði sem hægt er að senda á undan sér.
