Aðrir kvillar sem krefjast fæðu án glútens

Það er ekki bara fólk með selíaksjúkdóm sem þarf að forðast glúten. Fjöldi kvilla getur orðið til þess að taka þarf glúten úr fæðunni, á borð við iðraólgu (IBS), hveitiofnæmi og glútennæmni án selíak. Þegar vísað er til allra þessa og selíak er stundum notað hugtakið glútenóþol. Þá yfirleitt í aðstæðum þar sem það eina sem þarf að koma fram er að að viðkomandi geti ekki borðað glúten.

Glútennæmi án selíak

Það er ekki fyllilega ljóst hvað veldur glútennæmni án selíak en það er kvilli sem þarf eigi að síður að taka alvarlega. Viðbrögð við glúteni og jafnvel krossmengun geta verið erfið og sársaukafull, þó þau valdi ekki greinanlegum skaða á líkamanum eins hjá fólki með selíak. 

Aðeins er hægt að greina glútennæmni með selíak með því taka glúten alveg úr fæðunni. Það er þó mikilvægt að tala við lækni áður en það er gert til að ganga úr skugga um að ekki sé um selíak að ræða. 

Hveitiofnæmi 

Hveitiofnæmi er ólíkt selíak og öðrum kvillum sem krefjast fæðu án glútens vegna þess að það er eiginlegt ofnæmi, ekki sjálfsofnæmissjúkdómur, næmni eða óþol. Það er því í einhverjum tilfellum hægt að taka ofnæmislyf til að bregðast við viðbrögðum. 

Ólíkt hinum kvillunum getur manneskja með hveitiofnæmi borðað kornvörur sem innihalda glúten en eru ekki hveiti, á borð við bygg. Hún þarf hins vegar að vara sig á sumum glútenlausum vörum sem innihalda hreinsaða glútenlausa hveitisterkju, sem er örugg fyrir fólk með selíak en veldur ofnæmisviðbrögðum hjá manneskju með hveitiofnæmi. 

Iðraólga (IBS)

Iðraólga (e. irritable bowel syndrome, IBS) er krónískur starfrænn kvilli í meltingarvegi sem einkennist af kviðverkjum, uppþembu, vindgangi og breyttri þarmastarfsemi. 

Iðraólgu er haldið niðri með mataræði og stundum með lyfjum. Það hefur sýnt sig að glúten getur valdið einkennum iðraólgu og því hentar mörgum sem af henni þjást að vera á glútenlausu fæði.