Crépes
Pönnukökur
140 g Freee by Doves Farm Gluten Free White Bread Flour (inniheldur xanthan gum, fæst í Krónunni).
450-500 ml koko kókosmjólk (var mjólk í upphaflegu uppskriftinni)
3 egg
2 msk sykur (var í upphaflegu uppskriftinni, mætti alveg vera minna)
40 g bráðið smjörlíki (var smjör í upphaflegu uppskriftinni)
½ tsk salt
Sigtið glútenlausa hveitið og blandið um helmingnum af kókosmjólkinni saman við það í hrærivélinni.
Setjið þá egg, sykur, bráðið smjörlíki og salt saman við og blandið vel, skafið niður á milli og losið frá köntunum á skálinni.
Hellið að lokum restinni af mjólkinni en varist að gera deigið of þunnt, prófið frekar að baka eina pönnuköku og þynna með mjólk ef of þykkt. Ég notaðist við hefðbundna pönnukökupönnu.
Fylling
Hrísgrjón (karrý, paprikukrydd, salt)
Skinka
Ostur
Iceberg, blaðlaukur, paprika
Hvítlaukssósa eða sinnepssósa
Sjóðið um 2 bolla af hrísgrjónum samkvæmt leiðbeiningum á pakka nema hrærið kryddum fyrst saman við í vatninu (1 msk paprikukrydd, ½ msk karrý og 1 tsk salt).
Hitið skinku og ost saman á pönnu (ég notaði 2 skinkusneiðar á hverja köku og 3 ostsneiðar á hverja skinkusneið).
Saxið niður grænmetið.
