Pizzabotn
Innihald
Þetta deig gerir 4 litlar pizzur (230+ g hver - svipað stór og matardiskur).
250 ml volg koko kókosmjólk (heitu vatni bætt út í mjólkina þar til volg)
2,5 tsk þurrger
30 g sykur
1,5 tsk salt
70 ml ljós olía
500 g Freee by Doves Farm Gluten Free White Bread Flour (er með xanthan gum, fæst í Krónunni)
2 egg
olía til að pensla botnana
Aðferð
Blandið saman volgri kókosmjólk og þurrgeri.
Bætið sykri, salti og olíu út í.
Blandið glútenlausa mjölinu og eggjum saman við, gæti þurft að bæta við örlítið meira mjöli en á að vera svolítið blautt.
Látið hefast.
Skiptið deiginu í fjóra hluta og fletjið út, hér þarf að bæta smávegis mjöli við.
Penslið deigið með ljósri olíu og bakið í ofni þar til deigið er ekki lengur blautt - ca. 8-9 mínútur á 180°C.
Setjið sósu, álegg og ost og síðan aftur inn í ofn.
Upphaflega uppskriftin er hér: http://glutenfrittlif.blogspot.com/.../glutenfriir...
