Rjómabollur

Innihald
  • Glútenfríar og ljúffengar rjómabollur með jarðarberjafyllingu að hætti Evu Laufey Kjaran

  • 8 - 10 bollur

  • 100 g smjör

  • 2 dl vatn

  • 2 msk sykur (má sleppa)

  • 120 g FINAX glútenfrítt mjöl (rauð ferna)

  • 3 stór egg NESBÚ (eða fjögur lítil)

Aðferð

Hitið ofninn í 200°C. Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 - 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. )

Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur.Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman. Setjið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka með tveimur skeiðum. Bakið bollurnar í 25 – 30 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hæta á að bollurnar falli.

Jarðarberjafylling
  • 1 askja jarðarber ca. 8 - 10 stk.

  • 4 dl rjómi

  • 2 tsk flórsykur

Aðferð:

Maukið jarðarberin með töfrasprota eða með gaffli. Þeytið rjóma og sigtið flórsykur saman við í lokin. Blandið jarðarberjamaukinu varlega saman við rjómablönduna með sleif. Setjið fyllinguna í sprautupoka og sprautið á bollurnar. Ég sáldraði flórsykri yfir bollurnar en það er að sjálfsögðu hægt að setja á þær glassúr. Bæði betra.