Maísbrauð

Innihald
  • 150 g hrísmjöl

  • 150 g maísmjöl

  • 1 tsk vínsteinslyftiduft

  • 1 tsk xanthan gum eða guargum

  • 1 tsk salt

  • 50 g smjör skorið í litla bita

  •  2 stór egg

  • 300 g mjólk (ég notaði möndlumjólk og það kom vel út)

Aðferð

Mjöli, lyftidufti, xanthangum og salti blandað saman, smjörsett út í blönduna og klipið saman við með puttunum þangað til deigið er einsog brauðmylsna.
Egg og mjólk pískað saman og hellt í miðjuna á deiginu oghrært á meðan.
Sett í smurt brauðform.

Bakað við 200°C í 35-40 mín og látið kólna áður en það er skorið.