Hvítlauksbrauð
Innihald
450-500 gr FINAX glútenlaust mjöl (rauð ferna)
3 msk kókoshveiti
1 tsk salt
2 tsk hvítlauksduft
2 eggjahvítur stíf þeyttar
1 tsk kókospálmasykur
3 dl volgt vatn
3 tsk ger
6 msk ólívuolía
1 bolli rifinn mozarella ostur
Aðferð
Hitið ofninn í 200°C
Setjið þurrefni og krydd saman í skál og blandið vel saman
Stífþeytið eggjahvítur
Leysið gerið upp í vatni og bætið þá olíu við
Hellið vatnsblöndunni saman við og hnoðið rólega saman í hrærivél
Bætið eggjahvítum rólega saman við.
Setjið 1 bolla af rifnum mozarella saman við deigið.
Setjið deigið á bökunarpappír og formið (deigið er frekar blautt).
Bakið í ca. 15 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullið.
Innihald ofan á brauð
3 msk bráðið smjör
2 hvítlauksrif (pressuð)
saltflögur
1 bolli rifinn mozarella ostur
Rósmarín
Aðferð
Bræðið smjör og setjið hvítlauk saman við. Takið brauðið úr ofni og penslið með smjörblöndunni. Setjið mozarella ost yfir og kryddið með rósmarín og saltflögum. Setjið aftur inn í ofn í ca. 3-5 mínútur eða þar til að ostur er bráðinn. Látið standa í smá stund áður en þið skerið brauðið.
